Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:23]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Við styðjum þessa tillögu en þó verður að benda á að hún eiginlega stenst ekki vegna þess að stjórnvöld eru ekki að tryggja að fólk hér á landi búi ekki við örbirgð, (Gripið fram í.) hvorki Íslendingar né fólk af erlendum uppruna eða fólk sem kemur hingað í leit að vernd. Það er bara ekki þannig. Þó að það standi í stjórnarskrá og þó að það standi í ýmsum lagabálkum að það eigi að tryggja lágmarksréttindi fólks eru stjórnvöld í dag ekki að tryggja það. Þetta er góður vilji og ég skil hvert Flokkur fólksins er að fara með þessari breytingartillögu en ég er ansi hrædd um að stjórnvöld myndu ekki fara eftir því þó að þetta yrði samþykkt.