Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:45]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er 6. gr. frumvarpsins en mér finnst að hún ætti að heita „einhver annar“, því hún vísar bara í að einhver annar eigi að sjá um málið, sveitarfélögin. Svo hefur komið fram í frammíköllum: Nei, þetta fellur ekki á sveitarfélögin vegna þess að við endurgreiðum þeim. Er það skilvirknin, að henda þessu á sveitarfélögin og borga þeim síðan til baka? Þetta virðist eitthvað furðulegt. Svo er hér vikið að Danmörku og það er rétt að ákvæðin eru mismunandi milli landa og þótt það nú væri, við erum eyja. En það er þó rétt að benda hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur að þrátt fyrir ákvæðin í Danmörku er fólk aldrei svipt vasapeningum eða heilbrigðisþjónustu eða fæði eða húsnæði. Þar liggur munurinn. Það er mér mjög auðvelt, virðulegi forseti, að segja nei við þessu ákvæði.