Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:14]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Eins og hefur komið fram þá erum við hér að tala um heimild handa Útlendingastofnun til að vísa fólki þangað sem það hefur jafnvel ekki heimild til komu og dvalar. Hér afhjúpast stærsta lygin í þessu frumvarpi sem er sú að það snúist um að bæta skilvirkni. Hvernig í ósköpunum bætir það skilvirkni laganna að auka heimildir til að taka óframkvæmanlegar ákvarðanir? Jú, það á að svipta þetta fólk þessari svakalegu þjónustu en svo bara fer það á sveitina í staðinn þar sem er jafnvel enn betri þjónusta, en væntanlega eftir svolítið strögl þannig að stjórnsýslan geti dröslast með þessa einstaklinga hér og þar og út um allt í áraraðir áður en þeir lenda einhvers staðar á götunni eða þeir bara koma sér í burtu, sem er auðvitað það sem er grunnhugsunin þarna að baki. Það er ekkert í þessu ákvæði sem eykur skilvirkni. Þetta mun minnka skilvirkni. Þetta mun fjölga einstaklingum sem eru hér í áraraðir án þess að fá nokkra lausn sinna mála. Þetta mun kosta ríkið ómælda fjármuni. Þetta er algerlega fráleitt. Þetta afhjúpar algerlega að tilgangurinn með þessu frumvarpi er ekki að auka skilvirkni, hann er bara að senda einhverjum flóttamönnum skilaboð um að þau séu ekki velkomin hérna. (Forseti hringir.) Það er tilgangurinn með þessu frumvarpi. Ég segi nei.