Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

lögreglulög.

535. mál
[18:20]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Lenyu Rún Taha Karim fyrir seinna andsvar. Nú er það svo að þingleg meðferð þýðir þingleg meðferð og það þýðir að mál geta tekið og alla jafna taka breytingum í þinglegri meðferð. Hvort sá sem hér stendur muni hér gefa upp þá afstöðu að hann ætli sér að leggjast gegn frumvarpinu, taki það ekki breytingum miðað við það sem hv. þingmaður segir hér á undan — mér þykir það afar óábyrgt af mér að standa hér og svara því þegar þingleg meðferð málsins er rétt að hefjast. En við skulum spyrja að leikslokum þegar að atkvæðagreiðslunni kemur. Ég vona að það sé hugur okkar allra hér alla jafna í þingmálum að við leyfum málum að klára þinglega meðferð áður en við tökum endanlega afstöðu til þeirra. Ég alla vega vinn þannig.