143. löggjafarþing — 64. fundur,  18. feb. 2014.

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

[14:12]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Hvað varðar þennan þátt málsins er það auðvitað á forræði skólans sjálfs að skipa háskólaráðið. Það hefur ekki verið kallað eftir tilnefningum frá okkur.

Þetta er þó ekki meginmálið, þetta er svo langt í frá meginmálið. Málið snýst um eftirfarandi: Hvernig styrkjum við og eflum menntun í landbúnaði og landbúnaðarvísindum á Íslandi? Hvernig bregðumst við við þeim vanda að ein stofnun, einn skóli, hefur safnað yfir 700 millj. kr. halla gagnvart ríkissjóði á undanförnum árum? Hvernig bregðumst við við?

Hvernig bregðumst við við því að á undanförnum árum hefur verið hallarekstur á þessari stofnun? Við þurfum að spyrja okkur að því, hv. þingmenn, hvernig standi á því að þróunin hefur verið á þennan hátt.

Það sem ég er að segja er þetta: Við verðum að grípa hér inn í. Það þarf þó að gera það þannig að við getum eflt vísindastarfsemina, eflt skólahaldið og byggðina. Ég tel að það séu sóknarfæri í þessu máli en ekki sé hægt að gera (Forseti hringir.) ekki neitt, það sé ekki í boði. (LRM: En þú ferð ekki … samkvæmt lögum?)