146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:44]
Horfa

Oktavía Hrund Jónsdóttir (P):

Forseti. Með lögum skal land byggja og stjórnsýslu verðum við að byggja á trausti. Ég sé ekkert traust hér. Við sátum í dag og greiddum atkvæði, eins hv. þingmaður sagði. Við sitjum núna og gerum hvað? Við erum búin að teygja lopann svo rosalega mikið, traustið á þessari ríkisstjórn, að það er hreinlega komið nóg. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Lopinn er slitinn. Hvað eigum við að gera? Við sitjum hérna, blómstrandi, við höfum rosalega mikið að gera. Það eru ekki margir þingfundir eftir. Slítum þessum fundi. Og hana nú. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)