Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:27]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Verndarkerfið er í fínu lagi. Framkvæmd laganna er hins vegar í ruglinu eins og umsagnaraðilar benda á. Þar er stjórnleysið sem dómsmálaráðherra segir sjálfur að sé í málaflokknum, málaflokknum sem hann ber ábyrgð á að stjórna. Þar er stjórnleysið. Stjórnvöld sinna t.d. ekki skyldu sinni til að meta hvort fólk sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Það er grafalvarlegt. Þar er stjórnleysið. Fjöldi umsókna árið 2022 var t.d. svipaður og árið 2016 ef við tökum frá umsóknir frá Venesúela og Úkraínu, um 900 umsóknir. Sá fjöldi sem fékk vernd var svipaður og 2016, um 200. Þau sem sækja frá Venesúela eða Úkraínu — það er ákvörðun stjórnvalda að bæta þeim við. Þess fyrir utan er staðan í verndarkerfinu bara svipuð og alltaf áður. Þetta er heildarumfang málaflokksins, fyrir utan þessi lönd, 900 umsóknir. Hvar er stjórnleysið í því í alvörunni? 200 fá vernd á ári. Í alvöru? Hvar er stjórnleysið þar?