Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:30]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Lengi getur vont versnað: Þegar varaformaður Vinstri grænna og hæstv. félagsmálaráðherra mætir í pontu til að réttlæta lögfestingu á ómannúðlegri meðferð stjórnvalda á fólki í viðkvæmri stöðu, réttlætir það með því að þetta sé alla vega skárra en eitthvað sem varð aldrei að lögum, komst aldrei til 2. umr. vegna þess að það var svo augljóslega hræðilegt. Það að réttlæta það að henda fólki út á götu, eitthvað sem ekkert hinna norrænu ríkjanna gerir, vegna þess að það sé þó skárra en einhver hroði sem áður var — hvað varð um VG? Hvað varð um stefnu Vinstri grænna sem þau hafa talað fyrir en reyndar ekki greitt atkvæði með? Það verður fróðlegt að sjá hvað verður hér á eftir, af því að við munum sjá í atkvæðagreiðslunni hver stefna VG raunverulega er.