Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:49]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða ákvæði sem kann að virðast saklaust en við erum einfaldlega að breyta lagalegri stöðu fólks með því að skipta um hvar það er statt í kerfinu, endurskilgreina heitið á því sem um ræðir. Þetta er þáttur í því að geta síðan meinað fólki um þá vernd og þá þjónustu sem það á rétt á og mér þykir þetta ótækt. Eins og ótal umsagnir um þetta frumvarp segja þá er þetta einn af þessum vondu þáttum í frumvarpinu og ég segi því nei.