Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í umsögn Rauða krossins á Íslandi segir, með leyfi forseta, að í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sé miðað að því að aðeins sé gripið til takmarkana á friðhelgi einkalífs ef brýna nauðsyn beri til, vegna réttinda annarra, til að firra glundroða eða glæpum, ef það er í þágu almannaheilla auk þess að það kunni að vera í þágu þjóðaröryggis. Það er mat Rauða krossins á Íslandi að umrædd heimild til að afla gagna uppfylli ekki þessi skilyrði og það hefur verið staðfest af Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég segi nei.