Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:22]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga ætti að gleðja marga þá sem sögðu já við fyrri tillögu um að fella hreinlega brott þetta ákvæði. En það er lagt til að í þeim tilvikum þegar útlendingur hefur ekki yfirgefið landið innan 30 daga frá því að honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og sökum þess fallið niður réttur hans til opinberrar þjónustu þá skuli stjórnvöld engu að síður — takið eftir: stjórnvöld, það er ekki verið að henda því í fangið á sveitarfélögunum — tryggja að viðkomandi einstaklingur falli ekki í örbirgð þann tíma sem hann dvelur á Íslandi. Við hljótum öll að vera sammála um að þetta er virkilega til bóta.