Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:31]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Forseti. Eftir að frumvarpið var sett í samráðsgátt í lok janúar 2022 og þangað til það síðan kom fram um vorið voru gerðar jákvæðar breytingar sem fjölluðu t.d. um 30 daga regluna, til viðbótar við að ekki væri heimilt að fella niður þjónustu við börn þá ætti það líka að ná til foreldra eða umsjónarmanna þeirra, að alvarlega veikir einstaklingar og fatlaðir einstaklingar með langvarandi stuðningsþarfir ættu ekki að sæta skerðingu á þjónustu og margt fleira. Að sjálfsögðu eru þessar jákvæðu breytingar í þessu máli fyrir tilstilli okkar í Vinstri grænum.