Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:09]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Herra forseti. Ég ætla að taka undir það sem fram hefur komið, og hefur reyndar fram komið hjá mörgum þeirra sem veita umsögn um þetta mál, að þetta er alveg stórfurðulegt ákvæði. Hér telja Íslendingar að þeir geti sent fólk til annarra ríkja og það er ekki einu sinni samningur um móttöku eða verið að athuga hver aðstaða fólksins verður í viðkomandi ríki. T.d. er verið að benda á að það liggur ekki fyrir að gerðar verði neinar sérstakar kröfur til þess að vernd og öryggi þessa fólks verði tryggt, auk þess sem fyrir liggur að við eigum voðalega erfitt með að senda fólk til annarra ríkja þegar það gildir ekkert samkomulag á milli ríkjanna um slíkt. Við erum því hér að tala um ákvæði sem tryggir ekki öryggi fólks og eykur skrifræði og flækjustig í stjórnsýslunni hér heima. Þetta er stórfurðulegt ákvæði og ég segi nei.