Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:26]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Forseti. Hér er lagt til að við mat stjórnvalda á því hvort einstaklingur eigi rétt á svokallaðri viðbótarvernd skuli ekki litið til efnahagsástands í viðkomandi ríki. Þessi breyting er lögð fram til að leiðrétta það ástand sem hefur skapast í kjölfar þess að kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð um að veita einstaklingum sem koma frá Venesúela vernd vegna þess hve bagalegur efnahagurinn er þar í landi. Slík tilhögun fer langt fram úr bæði alþjóðlegum skuldbindingum okkar og er ekki í samræmi við framkvæmd nágrannalanda okkar. Það ber að nefna að í löndum Evrópusambandsins, sem telja nú vel á sjötta hundrað milljónir manna, var einungis 67 flóttamönnum frá Venesúela veitt vernd á síðasta ári. 56 fengu stöðu flóttamanns með viðbótarvernd, 3.255 var synjað. Við erum 360.000 og í desember síðastliðnum sóttu fleiri um vernd hér frá Venesúela en frá hinni stríðshrjáðu Úkraínu (Forseti hringir.) sem eru að flýja ógnir og stríð og hörmungar. (Forseti hringir.) Ég veit ekki, virðulegi forseti, hvert við erum að stefna með þessi stjórnleysi.