Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:35]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Herra forseti. Í þessu ákvæði er gefin heimild til að aðskilja fjölskyldur á flótta og þetta rýrir rétt barna til fjölskyldusameiningar. Í því samhengi langar mig að spyrja hv. þingmann sem kom hér upp í pontu, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, hvort þessi reglugerð sem við vorum að samþykkja hér sé að fara að bjarga þessu, hvort þetta verði jafn íþyngjandi og bagalegt fyrir börnin. Svo langaði mig líka að þakka henni fyrir að koma upp í pontu fyrir hönd Framsóknarflokksins, barnaflokksins. Ég held að hún hafi verið fyrsti Framsóknarmaðurinn til að stíga hér upp í pontu í þessu máli. Ég væri alveg til í að vita hvar ráðherra barnamála stæði í þessu. Ég segi nei.