Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:54]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Herra forseti. Ég velti fyrir mér hvort allir þeir hv. þingmenn sem hafa greitt atkvæði með þessu lagaákvæði, með 15. gr., viti raunverulega hvað er verið að samþykkja hér á þingi. Ég veit ekki hvort þau vita það. Ég býst ekki við því að ráðherrar þessarar ríkisstjórnar séu búnir að kynna sér þetta lagaákvæði og mögulegar afleiðingar þess efnislega. Þetta lagaákvæði rýrir rétt flóttafólks til fjölskyldusameiningar og það er líklegra til að koma niður á hinsegin fólki á flótta. Ég bara spyr: Gerið þið ykkur grein fyrir því hvaða fordæmi er verið að setja hérna núna? Ég skil kannski að einhverju leyti að þetta sé fjarlægt sumum sem sitja hér inni af því að þau eru ekki flóttafólk og þau hafa alist upp á Íslandi og við þurfum ekki að flýja neinar erfiðar aðstæður, en þetta snertir fólk úti í heimi. Þessar ákvarðanir sem við tökum í dag, þessi rökstuðningur, þessi ömurlegi rökstuðningur sem VG-liðar eru að koma með hér upp í pontu, mun hafa afleiðingar fyrir annað fólk. Ég vona að þið séuð stolt af ykkur. Það skiptir svo sannarlega máli hver stjórnar.

(Forseti (BÁ): Hv. þingmaður segir?)

Nei.