Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:08]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Í þessari breytingartillögu er lagt til að taka af öll tvímæli um það að útlendingar sem hafa fengið atvinnuleyfi hér á landi megi starfa sjálfstætt. Í dag er ekki kveðið berum orðum á um þann rétt en með gagnályktun hafa stjórnvöld túlkað lögin á þá vegu að það sé heimilt. Með því að samþykkja þessa breytingartillögu er ekki verið að tala um neina heimild. Það er bara algerlega verið að taka af allan vafa um það að ef einstaklingur sem hefur fengið vernd og er kominn með atvinnuleyfi og er búsettur hér á landi þá bara gjöri hann svo vel, hann má vinna sjálfstætt. Þetta er sjálfsagt mál.