Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

greiðslureikningar.

166. mál
[15:13]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hef haldið aftur af mér í allan dag til að geta sagt hér nokkur orð um þetta mál og reyndar ekki bara þetta mál heldur þessar EES-reglugerðir sem streyma hingað alveg endalaust á færibandi. Ítrekað kemur á daginn að þingið og stjórnkerfið virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því hvaða áhrif þessi lög raunverulega hafi. Það kemur í ljós eftir á. Þess vegna munum við þingmenn Miðflokksins jafnan sitja hjá í færibandaafgreiðslu þessara EES-mála nema sérstök ástæða teljist til að annaðhvort styðja málið eða greiða atkvæði gegn því.