138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:24]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Ég hyggst greiða atkvæði gegn því frumvarpi sem hér liggur fyrir þegar það verður borið upp til atkvæða í heild á eftir. Með því að það verði fellt eru áfram í gildi þau lög sem Alþingi samþykkti 28. ágúst. Þar inni eru þeir fyrirvarar sem Alþingi náði saman um sem skipta svo miklu máli, bæði í lagalegu og efnahagslegu tilliti. Þess vegna sit ég hjá í þeim tillögum sem hafa verið lagðar hér fram af hálfu Framsóknarflokksins vegna þess að ég tel að með því að fella það frumvarp sem ríkisstjórnin hefur lagt fram séum við í raun og veru komin á þann upphafsreit sem við vorum þó sammála um í haust, þann 28. ágúst sl.