146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:31]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég játa að gagnrýni mín í sérstakri umræðu við hæstv. fjármálaráðherra var hörð. Í svari hafði hann gefið til kynna að ríkið stæði allt öðruvísi að sölu á landi en það gerði síðan. Ég skil vel að ráðherra hafi orðið rökþrota og hafi ekki viljað svara slíkum spurningum. Ég get líka skilið að það sé erfitt að útskýra, út frá hlutlægu verðmati á landi frá 2001, metið af VSÓ-ráðgjöf, þar sem verðið var 8–16 sinnum hærra, af hverju skynsamlegt sé að fara í lóðabrask með ábótasamning upp á aðeins 60% með eignir þjóðarinnar. Ég get reyndar líka skilið framkomu hæstv. ráðherra, hann hefur svo margoft sýnt hana í þessum sal, og ekki á ég von á að hann biðji mig afsökunar.