146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

takmarkanir á tjáningarfrelsi.

297. mál
[17:23]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Takk fyrir þessa umræðu. Það gleður mig mjög að heyra svörin frá hæstv. ráðherra, sér í lagi vegna þess að þetta frumvarp hefur legið fyrir í töluverðan tíma og beðið þess að einhver tæki það í fangið. Vinnan hjá stýrihópnum byggðist að mörgu leyti á málamiðlunum. Ég er mjög ánægð að heyra að hæstv. ráðherra hefur hug á að standa þéttan vörð um tjáningarfrelsið og muni styðja slíkar breytingar í þingsályktunartillögu sem ég var frummælandi að fyrir ákaflega löngu síðan, eða í byrjun árs 2010. Ég vona bara að við förum að finna leiðir til þess að við hættum að verða hálfpartinn að athlægi hjá Evrópudómstólnum (Forseti hringir.) í þessum málum. Ég er mjög ánægð að heyra að við séum komin á þennan stað, forseti.