148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[11:20]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Fyrst við ræðum hér störf þingsins er mér bæði ljúft og skylt að segja frá heimsókn utanríkismálanefndar í skoska þingið. Þar hittum við forseta þingsins sem var ljúfur maður. Ég spurði hann eftir hádegismatinn hvort það væri ekki rétt hjá mér að hann væri þingmaður Verkamannaflokksins. Þá sagði hann: Nei, ég er forseti þingsins og ég sagði af mér vegna þess að ég er forseti alls þingsins.

Nú er ég ekki að fara fram á að hæstv. forseti segi sig úr VG en ég óska eftir því að hann sé forseti alls þingsins. Hér er nefnilega verið að snúa öllu á haus. Hér er verið að þvinga mál í gegn. Umsagnir eiga að berast fyrir hádegi á morgun. Hæstv. heilbrigðisráðherra mætti gjarnan koma upp og svara hvað hafi breyst síðan orð hennar féllu um sambærilegt mál 4. júlí 2013, (Forseti hringir.) að öðru leyti en því að hér er um sjö sinnum hærri upphæð að ræða.