148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[11:30]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Öryrkjar geta alveg borgað sín hjálpartæki sjálfir. Og aldraðir geta bara gjörið svo vel og skilað þeim tekjum sem þeir kunna að vinna sér inn aftur til ríkissjóðs. Aftur á móti hefur borist ákall frá fyrirtækjum um að fá að lifa, eins og hv. þm. Vilhjálmur Árnason komst hér að orði áðan. Það hefur borist ákall frá Samherja, ákall frá Granda, um að fá að lifa. Núverandi meiri hluti og ríkisstjórnin ætlar að verða við þessu ákalli frá Samherja og Granda og leyfa þeim að lifa, meðan aðrir geta gjörið svo vel og skilað sínu til samfélagsins.