148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:32]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Já, það eru gömlu vinnubrögðin. Í staðinn fyrir að sjá sóma sinn í því að semja við minni hlutann á að lengja dagskrána og vera hér langt fram eftir kvöldi til að reyna að þreyta okkur í minni hlutanum svo að meiri hlutinn nái að þvinga fram mál sem er í bullandi ósætti. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Á þetta bara að vera svona áfram? Að við þurfum að standa í því að vera að ræða um fundarstjórn og um atkvæðagreiðslu og allt í bullandi ósætti? Bara fram eftir götunni svo að meiri hlutinn geti þvingað málum sínum í gegn? Hvað varð um samstarfið? Fyrir utan það að þetta mun ekki virka Við munum halda þessu til streitu í minni hlutanum. Það er ekki verið að þreyta okkur neitt.