148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér finnst alltaf mjög gaman að rifja upp við svona tilefni hlutfallsleg atkvæði og hlutfallslegan fjölda þingfulltrúa. Stjórnarmeirihlutinn er með 35 þingmenn en með hlutfallslegan atkvæðafjölda sem dygði fyrir 33. Ég vil bara minna á hvað það þýðir í stóra samhenginu. En hvað þetta mál varðar sérstaklega er mjög undarlegt að við skulum fyrst greiða atkvæði um lengingu þingfundar áður en við ákveðum hvort við eigum að hafa málið á dagskrá yfirleitt. Ég sé enga ástæðu til að hafa málið á dagskrá. Þar af leiðandi sé ég enga ástæðu til þess að hafa þingfundinn lengri. Ég segi nei.