148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur nú tekið að sér hlutverk kerlingarinnar í Gullna hliðinu og kastar hér inn í þingið skjóðu með máli sem hæstv. sjávarútvegsráðherra hefur ekki kjark til að bera fram sjálfur. Nú er illa farið fyrir horskum Norðlendingum sem neyða þingmenn í að vinna slík skítverk fyrir sig. Ég ætla ekki að greiða leið þessa máls með þessum hætti fyrir það gullna hlið sem hér er. Ég hvet hæstv. sjávarútvegsráðherra til þess að taka sjálfur þetta mál að sér í staðinn fyrir að beita þingmönnum fyrir sig.