148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:12]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég verð að lýsa yfir ánægju minni með að meiri hlutinn, þó ekki aukinn meiri hluti heldur bara rétt meiri hlutinn, hafi ekki getað þröngvað þessu hörmulega máli á dagskrá. Ég verð líka að lýsa yfir ákveðnum vonbrigðum með framkomu hæstv. forseta í dag þar sem það var auðvitað alveg fyrirséð.

Núna er klukkan korter yfir fimm og hér hefðum við getað staðið í dag og greitt fyrir ýmsum góðum málum, af því að það eru nefnilega mörg góð mál í pípunum. Það eru mörg góð mál í nefndum sem ég er alveg tilbúin að greiða fyrir og vinna að í staðinn fyrir að standa í þessu óþarfaþrasi sem er bara tilkomið vegna (Forseti hringir.) samráðsleysis. En engu að síður gleðst ég einhvers staðar í hjartanu yfir þessari stöðu, að þetta mál hafi ekki komist á dagskrá.