151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

tilraunir til þöggunar.

[13:50]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Forseti. Ég tel, miðað við umræðuna hér í dag, að það hafi verið þörf á því að fara yfir þessi mál og að hugsa aðeins til hvers þetta regluverk er sett og kannski af hvaða ástæðu er verið að túlka reglurnar með þeim hætti sem nú er. Mér sýnist að túlkun meiri hlutans sé með þeim hætti að það megi varla birta dagskrá þingsins á netinu því að þá gæti einhver áttað sig á því um hvað verið er að tala. Maður sá það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fyrst fór meiri hlutinn fram með það að menn hefðu rofið trúnað, svo þegar það augljóslega stóðst ekki skoðun fór hv. þm. Brynjar Níelsson að tala um að það hefði orðið trúnaðarbrestur. Á íslensku þýðir það það að hann kann ekki að meta hvernig Píratar starfa eða hefur ekki smekk fyrir Pírötum. Ekkert nýtt þar. En nefndirnar verða að fá að vinna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)