151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

jafnréttismál.

[14:19]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þessi svör sem eru ekki alveg uppörvandi. En mig langar auk þess að spyrja: Var þetta mál kannski tilefni þess að lögunum var breytt, eins og hæstv. ráðherra minntist á, og með þessum hætti af hendi og fyrir atbeina hæstv. forsætisráðherra? Ég fæ ekki séð, hæstv. ráðherra, að við séum stödd neins staðar annars staðar en á sama stað og árið 2004 þegar þáverandi ráðherra sagði að jafnréttislög væru barn síns tíma. Er það virkilega svo að eftir 17 ár séum við ekkert komin áfram í þessum málum? Nú verð ég að spyrja um metnað hæstv. ráðherra sem jafnréttisráðherra. Hefur hún metnað til að breyta þessu viðhorfi sem ríkið hefur? (Forseti hringir.) Og ég verð að fá að spyrja einnar spurningar líka, fyrirgefðu, herra forseti: (Forseti hringir.) Var ákvörðunin um að fara með málið í þessa fordæmalausu vegferð samþykkt, t.d. á ríkisstjórnarfundi?