151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

fsp. 5.

[14:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er augljóslega að vísa í málaflokk hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra sem fer áfram með það mál gegn þeim sem brotið var á þrátt fyrir allt saman og þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms. Við það mál er ýmislegt að athuga eins og kemur fram í niðurstöðum dómsmálsins. En það sem ber á milli þessara mála, t.d. máli fyrrverandi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og máli fjármálaráðherra, er að fjármálaráðherra og líka mennta- og menningarmálaráðherra tóku umsækjendur, þá sem voru valdir hæfastur eða jafn hæfir til starfsins, í persónulegt viðtal þar sem þeir voru valdir í rauninni með mati ráðherra. Það var ekki það sem Jóhanna Sigurðardóttir gerði og niðurstöður umboðsmanns Alþingis voru að (Forseti hringir.) ráðherra sjálfur hefði ekki brotið jafnréttislög heldur hefði það verið annars staðar í ferlinu.