Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 65. fundur,  20. feb. 2023.

fjármögnunarviðskipti með verðbréf.

588. mál
[17:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv., fjármála- og efnahagsráðherra fyrir framsögu á þessu máli. Mig langaði í andsvarinu að spyrja hæstv. ráðherra um það sem kemur fram í 9. og 10. gr. þessa frumvarps. Þær fjalla um afturköllun starfsleyfis eða skráningar annars vegar og bann við stjórnunarstörfum hins vegar. Í báðum tilvikum er brotið sem um ræðir við eða 2. mgr. 8. gr., en 8. gr. fjallar um mun fleiri brot, a.m.k. 3. og 4. mgr. koma þarna inn. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra af hverju allar fjórar málsgreinar 8. gr. lægju ekki undir þessu banni og afturköllun starfsleyfis.