136. löggjafarþing — 65. fundur,  20. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum.

248. mál
[17:22]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er óþarfi að lengja þessa umræðu. Mikið fagnaðarefni er að svo vel hefur verið tekið í þetta mál eins og raun ber vitni. Það sem mestu máli skiptir er að sjálfsögðu að við flutningsmenn þessa máls munum við 3. umr. fjárlaga jafnframt flytja breytingartillögu við 6. gr. fjárlagafrumvarpsins um að þar verði sett tilsvarandi fjárlagaheimild þannig að fjármálaráðherra geti beitt þessari heimild og hafi til þess öll tæki.