139. löggjafarþing — 65. fundur,  26. jan. 2011.

umgengni um nytjastofna sjávar.

203. mál
[14:50]
Horfa

Frsm. sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Lágmarksbreytingar voru gerðar varðandi skil á skýrslum og dagsektir í því skyni að geta framfylgt fiskveiðistjórnarkerfinu. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir allar upplýsingar.

Ég veit að þetta sem hv. þingmaður nefndi hefur verið rætt en mér er ekki kunnugt um að lagabreytingar séu í bígerð að því leyti sem varða fiskmarkaði.