148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[10:47]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Í velferðarnefnd hafði Flokkur fólksins eitt mál. Eitt mál um að atvinnutekjur eldri borgara væru ekki skertar. Það mál var tekið í burtu með ofbeldi og fær ekki að koma hérna í þingið, hreinu og kláru ofbeldi. Það var séð til þess að það færi ekki einu sinni í 2. umr.

Ég spyr: Hvers vegna? Eitt mál. Ég held að ástæðan sé sú að það kom bréf frá Tryggingastofnun ríkisins sem sýndi fram á það svart á hvítu að þetta yrði gífurlegur hagur fyrir ríkissjóð vegna þess að þetta kostar ekki neitt.

Síðan erum við með annað mál, við höfum þessi tvö mál, það er um að hætta að skatta lyfjastyrki. Það gleymdist í nefndinni. Það hefur gleymst. Það hefur ekkert skeð í því. Það er búið að passa upp á að það gleymist þannig að ekkert sé hægt að gera og það dagar uppi. Þetta eru tvö mál sem við höfum. Það er séð til þess að þau komist ekki hérna inn. Ég spyr: Er þetta samráðið?