148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[11:31]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Ég trúi því að það velkist ekki nokkur maður í vafa um hug stjórnarandstöðunnar til vinnubragða stjórnarliða á þessum lokametrum þingsins. Við vitum ekki enn betur en að við séum hér á síðustu metrunum. Til viðbótar við þennan dag eru þrír þingdagar eftir . Það er búið að ýja að ýmsu. Það hefur ýmislegt komið í ljós eftir krókaleiðum. Ég ætla einfaldlega að fá að spyrja núna hæstv. forseta Alþingis: Er ekki einfaldlega heiðarlegast að gera hér hlé á fundi og setjast yfir þessi mál, leggja spilin á borðið og upplýsa stjórnarandstöðuna um það hvað raunverulega er í pípunum? (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Eða er heiðarleikinn enn eitt hugtakið sem dofnaði við upphaf þessa stjórnarsamstarfs?