148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:40]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Maður veltir fyrir sér hvers vegna verið er að hleypa öllu í bál og brand á síðustu dögum þingsins. Hvers vegna hættir ríkisstjórnin orðspori sínu þrátt fyrir þessar veikburða og vanmáttugu tilraunir til feluleikja? Hvað er í húfi? Þá má kannski velta fyrir sér þeim upplýsingum sem koma fram í sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte vegna ársins 2016 sem kynntar voru í október 2017, en þar segir, með leyfi forseta:

„Samanlagðar arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til eigenda sinna frá árinu 2010 nema 65,8 milljörðum kr. Eigið fé þeirra frá hruni hefur batnað um 300 milljarða kr.“

Þetta er staðan í októbermánuði 2017. En það er augljóst hvar ríkisstjórnin (Forseti hringir.) finnur sinn samherja.