148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:41]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér er sjálfri ekkert að vanbúnaði að vinna fram á kvöld, fram á nótt, fram á blánótt, ef ég teldi það vera í þágu þjóðarinnar. Ég lít ekki svo á að með því að lengja þingfund núna og virða ósk forseta þingsins sé verið að gera það í þágu þjóðarinnar og henni til heilla. Mér finnst það bara afleitt. Mér finnst mjög sérstakt að brjóta samkomulag fyrir hádegi sem átti að halda, mjög mikilvægt samkomulag, og svo eftir hádegi að biðja þá aðila sem málið varðar og hleyptu öllu í uppnám, um að gera sér greiða. Ég fatta ekki alveg slík vinnubrögð.