148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:29]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Á sama tíma og afhenda á útgerðinni 3 milljarða á silfurfati er veikt fólk skelfingu lostið. Það á ekki að fyrir mat. Það á ekki fyrir lyfjum. Það á ekki fyrir læknishjálp. Það er að missa húsnæði vegna gífurlega hárrar leigu. Síðan eru þúsund manns á bið eftir félagslegu húsnæði, fólk með börn sem býr í ólöglegu húsnæði. Nei, erum við að gera eitthvað fyrir þetta fólk? Nei, við eigum að fara að vinna í kvöld í þágu þeirra sem hafa það best. Ég segi bara fyrir mitt leyti að þetta er fjárhagslegt ofbeldi gagnvart þeim sem minnst hafa í þessu landi. Verið er að hampa þeim sem hafa það best. Þess vegna segi ég nei.