148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:14]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ef ég hefði verið forseti í dag hefði ég frestað þingfundi, talað við þingflokksformennina sem forseti Alþingis og reynt að finna einhverja leið út úr þessu. Það er náttúrlega ekki það sem menn hafa áhuga á. Tvö mál koma inn núna sem eru alveg á lokametrunum og svo þriðja málið sem mikil andstaða er við. Þá veit náttúrlega forseti alveg hvað gerist. Auðvitað getur minni hlutinn ekki gert annað, fyrst hann hefur ekki dagskrárvaldið, en segja: Þetta gengur ekki, þetta er andstætt því sem talað var um fyrir tveim vikum síðan. Það er ekkert annað sem við getum gert.

Þá hefjast þingstörfin eðlilega, vegna þess að við getum ekki sætt okkur við svona fundarstjórn og svona dagskrá og algjört samráðsleysi. Á endanum getur forseti sagst vera búinn að taka afstöðu og sagt: Þið voruð bara að tala og tefja o.s.frv. og þar af leiðandi er ekkert hægt að klára þessi mál. Svona verður þetta að vera. Svo verða menn þreyttir og svona.

Þetta er ekki tilviljun. Þetta er spilað nákvæmlega eftir þeirri leikbók sem (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið eftir þegar hann hefur sinnt embætti forseta Alþingis, og fleiri flokkar líka. Þetta er nákvæmlega (Forseti hringir.) eftir gömlu handbókinni um hvernig þessi störf eru. Forsetinn er með dagskrárvaldið. Forsetinn er með valdið (Forseti hringir.) til þess að eiga samráð við þingflokksformenn, til þess að hliðra til hérna, (Forseti hringir.) eiga samráð. Þetta skrifast allt saman á forseta þingsins.