143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[14:51]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Með fullri virðingu fyrir hv. þm. Birgi Ármannssyni, sem við vitum nákvæmlega hvaða skoðun hefur á því hvort við eigum að ljúka aðildarviðræðunum eða ekki, með fullri virðingu, vil ég miklu frekar eiga þetta samtal um sjávarútveginn og sérlausnir við aðila sem hafa eitthvað um það að segja í Evrópu, byggt á þeim fordæmum sem við höfum um sérlausnir fyrir aðrar þjóðir, en við hv. þm. Birgi Ármannsson hér í ræðustól.

Það er út af svona athugasemdum, það er út af samtali eins og við eigum núna sem ég segi: Krakkar, eigum við ekki að klára aðildarviðræðurnar og fá úr þessu skorið? Við getum sparað okkur mörg sporin upp í þennan ræðustól með vangaveltur okkar ef við gerum það. Þá er hægt að útkljá svona samtal. Þá þurfum við ekki að velta þessu fyrir okkur hér.