151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

ákvæði um trúnað í nefndum.

[11:17]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Helga Hrafns Gunnarssonar sem hann lét falla hér rétt áðan. Það er sorglegt að heyra að þessar þöggunartilraunir meiri hlutans ætla greinilega að halda áfram og þetta er til þess fallið að rjúfa vinnufrið á Alþingi. Ég fæ illa skilið hvernig eins reyndir þingmenn og hér hafa talað geti látið þau orð falla að trúnaður hafi yfir höfuð verið brotinn. Þekkja menn þingsköp ekki betur en svo eða starfið hérna? Eða hvað við erum raunverulega að reyna að gera hér á Alþingi og í þágu hverra? Nei, haldið er áfram að beina sjónum að öðru en því sem málið snýst um, þeim upplýsingum sem fram komu á nefndarfundinum.