151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

ákvæði um trúnað í nefndum.

[11:26]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja: Er það tilgangur Alþingis Íslendinga að það sé eitt stórt reykfyllt bakherbergi þar sem svo mikill trúnaður ríkir að ekki er hægt að koma upplýsingum sem fram koma í störfum okkar þingmanna á framfæri við almenning og inn í lagasetningu landsins? Er það tilgangur þessarar stofnunar? Ég skil það ekki sem svo.

Forseti. Ég skil ekki alveg þessa framgöngu stjórnarliða. Nú er það svo að hv. þm. Jón Þór Ólafsson hefur rökstutt mjög skýrt, greinilega og málefnalega að trúnaður hafi ekki verið brotinn í máli hans. Ég hef hins vegar engan rökstuðning fengið frá stjórnarliðum þess efnis að trúnaður hafi verið brotinn. Engan. Þetta er þöggunartilraun, virðulegi forseti. Þetta er tilraun til þess að fá okkur þingmenn til að standa hér í sjálfsritskoðun dag hvern. Þetta er tilraun til að koma því á. (Forseti hringir.) Og það er auðvitað á forræði forseta alls þingsins að leiðrétta þetta (Forseti hringir.) og ég hvet forseta til að gera það til að halda vinnufriðinn hér. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)