151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[13:03]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér heyrist mér stjórnarmeirihlutinn vera kominn aðeins fram úr sér og kannski er rétt að staldra við og anda í magann. Við erum að tala um að það standi til að fella tillögu um að fötluð börn með langvarandi stuðningsþarfir hafi rétt á sömu þjónustu á báðum heimilum sínum. Af orðum stjórnarþingmanna að dæma finnst þeim þetta réttlátt, þeim finnst réttlátt að fötluð börn njóti þessarar þjónustu á báðum stöðum. Ég legg til, virðulegur forseti, að gert verði hlé á umfjöllun og atkvæðagreiðslu um þetta mál þannig að stjórnarmeirihluta gefist tækifæri til að kalla málið aftur til nefndar áður en hann siglir í það fullkomna strand að fella réttlætistillögu sem allt almennilegt fólk ætti að styðja. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)