151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

Neytendastofa o.fl.

344. mál
[13:11]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fyrir liggur ágætt nefndarálit meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um þetta mál þar sem fram kemur m.a. að það sé í raun ekki fullbúið, heilmikla vinnu þurfi á þessu sviði, og því er lagt til að gildistöku málsins verði frestað. Ég tek undir það og mun að sjálfsögðu styðja breytingartillögur meiri hlutans og röksemdir meiri hlutans en fyrir vikið í ljósi þessara röksemda ekki greiða atkvæði um málið í heild.