Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 66. fundur,  21. feb. 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[14:09]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Hér erum við komin aftur upp í fundarstjórn til að ýta á það að leyndarhyggja hæstv. virðulegs forseta sé ekki það sem Alþingi sæmir. Við erum að óska eftir því að við fáum aðgang að gögnum sem voru send Alþingi sem þau lögfræðiálit sem þingið hefur fengið segja að megi gefa út en virðulegi forseti hefur ákveðið, upp á sitt eindæmi að því er virðist, að ekki skuli birta og ber fyrir sig að það sé hans sjónarmið. Ég ætla bara að hvetja virðulegan forseta til að endurskoða þessa ákvörðun sína og láta þessi koma í dagsljósið, því að með hverri klukkustundinni sem við bíðum eftir því (Forseti hringir.) að þau verði gerð opinber teljum við að enn verri hlutir hljóti að vera í þessum skýrslum.