151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

ákvæði um trúnað í nefndum.

[11:28]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Af því að nafn mitt var nefnt áðan, ég nefndi engin nöfn svo sem, þá langar mig bara að benda á að það var enginn hér í salnum, hugsanlega einn maður í hliðarsal, sem hlustaði á mig þar sem ég var í ræðu. (Gripið fram í: Já. …) Ég var að ræða um opna nefndarfundi og hafna þeim. Ég var að ræða um orð sem féllu hér í gær um að það væri réttur þingmanna að túlka orð gesta, nákvæmlega þetta orð, að túlka orð gesta. Ég hafnaði því líka. (Gripið fram í.) — Þingmaður. Þetta var það sem ég var að ræða um. Ég var ekki að ræða málefnalega um þetta tiltekna atvik sem gerir það að verkum að við erum nú að ræða þetta mál. Ég var bara að ræða um þetta tvennt og leggja áherslu á að réttur gestsins skal virtur líka. Hann gerir ekki ráð fyrir því að orð séu túlkuð af þingmönnum þegar af fundinum er komið. Þannig að við getum verið ósammála um hvernig við viljum hafa nefndarstörf, það er bara eðlilegt. En það er engin árás á einn eða annan.