151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[12:51]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með þeim þingmönnum sem hafa talað hér á undan. Þetta er mikilvægt mál og ég tek undir orð hv. þm. Birgis Ármannssonar um að ekki sé ástæða til að hefta framgang málsins hér á þingi, þvert á móti er mjög mikilvægt að það fái brautargengi. Aftur á móti gerist það ítrekað, aftur og aftur, að viðkvæmir hópar eru skildir eftir við lagasetningu og þarna er um að ræða réttindi fatlaðs fólks, fatlaðra barna. Ég hvet þingheim til að hafa þau gleraugu alltaf á gagnvart þessum hópum, í átt að jafnræði og sanngirni. En þetta er jafnréttismál í raun og veru, oftar hallar á feður í því fyrirkomulagi sem við erum nú með hvað þessi mál varðar og þetta snýst um sjálfstæði foreldris. Ég hvet þingheim til að samþykkja breytingartillögu minni hlutans.