Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 66. fundur,  21. feb. 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[14:14]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Á mér brenna svo margar spurningar varðandi þetta mál. Ég tek undir með öllum hv. þingmönnum sem hér hafa talað og skil ekki hvers vegna í ósköpunum hægt er að tefja þetta mál svona lengi. Nú liggur það fyrir að hv. forsætisnefnd var búin að taka ákvörðun um að birta þessa skýrslu. Svo berast einhver gögn frá stjórn Lindarhvols, m.a. úr ráðuneytinu, sem virðulegur forseti sagði hér í gær að hefði einhvern veginn gefið tilefni til endurmats á því hvort birta ætti skýrsluna. Þá langar mig að spyrja virðulegan forseta: Telur forseti það í sínu valdi að snúa við ákvörðun nefndarinnar þannig að taka þurfi nýja ákvörðun? Hver er staðan í dag? Er staðan sú að forseti er búinn að ógilda ákvörðun nefndarinnar? Skiptir þessi ákvörðun einfaldlega engu máli? Hver er það sem tekur þessa ákvörðun og hvers vegna megum við ekki sjá skýrslu?