Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 66. fundur,  21. feb. 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[14:15]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti ítrekar það sem fram kom hjá forseta í gær, að eftir að ákvörðun var tekin um birtingu eða afhendingu gagna í fyrravor þá bárust athugasemdir frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols um það þar sem lagst var gegn þessari birtingu. Í framhaldi af því var ákveðið á vettvangi forsætisnefndar að fresta birtingunni og taka málið til frekari meðferðar og það er staða málsins enn í dag. Þannig að ný ákvörðun hefur ekki verið tekin heldur hefur afhendingunni verið frestað á þeim grundvelli að þarna eru uppi álitamál af lögfræðilegum toga og eins og hv. þingmenn vita þá hafa verið skiptar skoðanir á vettvangi forsætisnefndar um það.