Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 66. fundur,  21. feb. 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[14:19]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þetta fer að verða eins og maður lifi í einhverri lykkju, maður kemur aftur og aftur upp að tala um sama hlutinn og það virðist ekki ganga neitt upp. Ég var aðeins að kynna mér þetta meira og lesa um þetta Lindarhvolsmál og þetta er líka minnisleysismál. Stjórnin virðist ekkert muna um þetta mál og það virðist einhvern veginn allt vera á huldu. Eins og ég sagði í gær hef ég hef ekki orðið var við að þeir sem hafa lesið þessa skýrslu hafi orðið fyrir neinu andlegu eða líkamlegu tjóni eða þurft geðhjálp eða sálfræðihjálp til að melta það sem þar er. Ef það er eitthvað í þessari skýrslu sem er vafamál þá er hægt að birta hana með athugasemdum og segja bara að hún sé byggð á þessum grunni og leyfa okkur hinum að lesa hana og þá er málinu lokið. Það veitir ekki af því að klára þetta mál vegna þess að eins og staðan er í dag í þjóðfélaginu virðist stefna í að önnur heimili verði undir í óðaverðbólgunni og þeim ráðstöfunum sem er verið að grípa til gagnvart þeim.